Innlent

Segja hlutfall foreldra lækka

Jón Hákono Halldórsson skrifar
Yfirvöld í Kópavogi segja að hlutur foreldra vegna kostnaðar við leikskóla lækka um áramótin. Rekstrargjöld leikskóla Kópavogs hafi hækkað umtalsvert að undanförnu vegna verðlagshækkana og launahækkana og hefði þeim öllum verið beint til foreldra hefði leikskólagjaldið hækkað um 13 til 14%. Þess í stað hækki átta tíma vistun með fullu fæði um 6,9% um áramótin sem þýði í reynd að greiðsluhlutfall foreldra í kostnaði lækki samkvæmt fjárhagsáætlun milli áranna 2011 og 2012 úr 19% í 15%.

„Í krónum talið hækkar átta tíma vistun með fullu fæði í Kópavogi um 1.736 krónur á mánuði. Áfram eru þessi gjöld í Kópavogi þó lægst á höfuðborgarsvæðinu ef frá er talin Reykjavík og gjöldin í Kópavogi eru jafnframt með þeim lægstu á landinu öllu," segia yfirvöld í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×