Innlent

Össur vill endurnýja forystu Samfylkingarinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Össur Skarphéðinsson nefnir Katrínu Júlíusdóttur sérstaklega til sögunnar.
Össur Skarphéðinsson nefnir Katrínu Júlíusdóttur sérstaklega til sögunnar.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, telur að flokkurinn þurfi að endurnýja bæði forystu sína og hugmyndir sínar fyrir næstu kosningar. Þetta segir hann í samtali við Viðskiptablaðið í dag.

„Það mun reynast flokki eins og Samfylkingunni [...] mjög erfitt að fara í gegnum næstu kosningar nema flokkurinn hafi náð að endurnýja sig, bæði forystuna og ekki síður hugmyndir sínar," segir Össur í samtali við blaðið.

Össur segir að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og núverandi formaður Samfylkingarinnar, hafi þurft að taka á sig margar hrinur áhlaupa og taka erfiðar ákvarðanir. Það hafi staðið á henni öll spjót en hún hafi siglt í gegnum það með miklum sóma.

Össur segir að leita eigi að ungum leiðtoga og nefnir þar sérstaklega Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra, en einnig Dag B. Eggertsson, Björgvin G. Sigurðsson, Helga Hjörvar, Árna Pál Árnason, Skúla Helgason, Sigríði Ingibjörgu og Magnús Orra Schram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×