Aldrei of varlega farið með flugelda 29. desember 2011 20:00 Það er aldrei of varlega farið með þetta eldfima, springandi himnaskraut. Ríflega fjörtíu manns, börn og fullorðnir, leituðu á bráðamóttöku Landspítalans síðustu nýársnótt eftir flugeldaslys. Yfirlæknir segir dæmi um að fólk hafi misst sjón og jafnvel augu. Mikilvægt sé að fólk hafi í huga að um eldfim sprengiefni sé að ræða sem þurfi að umgangast með virðingu. Gamlárskvöld er jafnan rólegt framan af á bráðamóttökunni en um leið og áramótaskaupið klárast byrjar fólk að leita á deildina með áverka eftir flugelda. Síðustu nýársnótt leituð að meðaltali fimm á klukkustund á deildina með slíka áverka. „Við sáum síðustu nýársnótt þá komu áttatíu og eitthvað manns á milli miðnættis og átta og þar af voru meira en helmingurinn slys tengd flugeldum," segir Elísabet Benediktsdóttir, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. Elísabet segir mikið álag jafnan fylgja nóttinni og aukafólk því á vakt. Hún segir lækna sjá ljóta áverka eftir flugeldaslys og oft sjáist nokkrir hverja nýársnótt með alvarlega augnáverka. ,, Fólk hefur fengið ljóta bruna í andlitið. Það hefur misst sjónina og jafnvel augu". Hún leggur áherslu á að fólk hugi að öryggi, sé með hlífðargleraugu, fylgi leiðbeiningum, hafi góðar undirstöður og passi öryggi á skotstað. Elísabet segir bæði börn og fullorðna koma á bráðamóttökuna. „Það eru mörg slys sérstaklega varðandi unglingsstráka sem eru að fikta við flugelda, eru að breyta flugeldum og búa til sprengjur, það hefur oft endað illa. Í öðru lagi, flugeldar og áfengi er varasöm blanda og menn verða að passa sig. Þetta eru sprengiefni, það má ekki gleyma því, þó það séu litlar sprengingar þá eru þetta eldfim sprengiefni sem verið er að meðhöndla og það þarf að umgangast það með virðingu." Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Ríflega fjörtíu manns, börn og fullorðnir, leituðu á bráðamóttöku Landspítalans síðustu nýársnótt eftir flugeldaslys. Yfirlæknir segir dæmi um að fólk hafi misst sjón og jafnvel augu. Mikilvægt sé að fólk hafi í huga að um eldfim sprengiefni sé að ræða sem þurfi að umgangast með virðingu. Gamlárskvöld er jafnan rólegt framan af á bráðamóttökunni en um leið og áramótaskaupið klárast byrjar fólk að leita á deildina með áverka eftir flugelda. Síðustu nýársnótt leituð að meðaltali fimm á klukkustund á deildina með slíka áverka. „Við sáum síðustu nýársnótt þá komu áttatíu og eitthvað manns á milli miðnættis og átta og þar af voru meira en helmingurinn slys tengd flugeldum," segir Elísabet Benediktsdóttir, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. Elísabet segir mikið álag jafnan fylgja nóttinni og aukafólk því á vakt. Hún segir lækna sjá ljóta áverka eftir flugeldaslys og oft sjáist nokkrir hverja nýársnótt með alvarlega augnáverka. ,, Fólk hefur fengið ljóta bruna í andlitið. Það hefur misst sjónina og jafnvel augu". Hún leggur áherslu á að fólk hugi að öryggi, sé með hlífðargleraugu, fylgi leiðbeiningum, hafi góðar undirstöður og passi öryggi á skotstað. Elísabet segir bæði börn og fullorðna koma á bráðamóttökuna. „Það eru mörg slys sérstaklega varðandi unglingsstráka sem eru að fikta við flugelda, eru að breyta flugeldum og búa til sprengjur, það hefur oft endað illa. Í öðru lagi, flugeldar og áfengi er varasöm blanda og menn verða að passa sig. Þetta eru sprengiefni, það má ekki gleyma því, þó það séu litlar sprengingar þá eru þetta eldfim sprengiefni sem verið er að meðhöndla og það þarf að umgangast það með virðingu."
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira