Innlent

Fimm teknir undir áhrifum kannabis á Akureyri

Lögreglan á Akureyri handtók fimm unga karlmenn í gærkvöldi, grunaða um neyslu á kannabisefnum.

Þeir voru allir saman í bíl sem lögregla stöðvaði við eftirlit, en þegar ökumaður skrúfaði niður rúðuna til að tala við lögregluna, gaus kannabislyktn á móti lögreglumönnunum.

Þrír piltanna eru ekki orðnir lögráða þannig að mál þeirra fer til barnaverndaryfirvalda, en piltunum var sleppt að yfirheyrslum loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×