Innlent

Eldsupptökin í Drífanda voru í tauþurrkara

Eldsupptök í húsinu Drífanda í Vestmannaeyjum, sem hýsir Hótel Eyjar og bókaverslun Eymundssonar, voru í tauþurrkara á annarri hæð hótelsins, samkvæmt niðurstöðu rannsóknadeildar lögreglunnar í Reykjavík, sem sendi menn á vettvang í gær.

Þar með er íkveikja af mannavöldum útilokuð, en nokkrir óupplýstir stórbrunar í Eyjum á undanförnum árum, eru taldar af mannavöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×