Innlent

Munum eftir sorphirðumönnunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Reykjavíkurborg brýnir fyrir fólki að hafa aðgengi að sorpskýlum gott til að tryggja góða þjónustu. Það getur tekið á fyrir sorphirðumenn Reykjavíkurborgar að draga fullar tunnur í vondri færð og því eru íbúar hvattir til að hafa leiðir að sorptunnunum greiðar og moka frá sorpgeymslum. Auðvelt er að komast að því hvenær sorphirðumenn borgarinnar koma til að sækja sorpið. Íbúar geta séð þá daga sem leiðin þarf að vera greið að sorptunnunum með því að slá inn götuheiti í sorphirðudagatali Reykjavíkurborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×