Innlent

Vopnaður maður ógnaði lögreglumönnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn ógnaði starfsmönnum Sorpu og flúði svo.
Maðurinn ógnaði starfsmönnum Sorpu og flúði svo.
Karlmaður með hníf ógnaði starfsmönnum í Sorpu við Dalveg um klukkan tuttugu mínútur yfir þrjú í dag.

Hann flúði svo yfir í verslunina Start í Bæjarlind. Lögreglan var kölluð til og yfirbugaði manninn með piparúða um korteri seinna.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki vitað hvað manninum gekk til. Hann var færður á lögreglustöð og mun væntanlega þurfa að svara fyrir gjörðir sínar þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×