Innlent

Skíðasvæðið á Dalvík opnað í dag

Skíðasvæðið á Dalvík verður opnað í dag, en fyrst um sinn verður aðeins neðri lyftan opin.

Verulega hefur bætt í snjó í Böggvisstaðafjalli síðustu daga og þar er einnig snjóframleiðsla í gangi.

Þegar er farið að nota hluta skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli við Akureyri og þar er líka snjófrmleiðsla í fullum gangi. Þá hefur snjó kyngt niður í Bláfjöllum. Þar er farið að troða snjó og styttist í að fyrsta lyftan verði opnuð. Stefnt að því að opna svæðið fyrir almenningi eftir helgi og búið er að opna göngubrautir á skíðasvæðinu á Seljalandsdal við Ísafjörð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×