Innlent

Fjöldi árekstra í höfuðborginni

Hátt á þriðja tug árekstra varð á höfuðborgarsvæðinu í gær, sem flesta má rekja til erfiðra akstursskilyrða.

Engin slasaðist alvarlega, en nokkrir þurftu að leita á Slysadeild Landsspítalans,að því er segir í tilkynningu frá Árekstri.is. Töluvert eignatjón varð og þurfti að fjarlægja nokkra bíla af vettvangi með kranabílum.

Í tveimur tilvikum reyndu ökumenn að stinga af eftir að hafa ekið utan í bíla, en starfsmenn Áreksturs höfðu uppi á þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×