Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn með 38 prósenta fylgi

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 38 prósenta fylgi í nýjum þjóðarpólsi Gallups, sem RUV greinir frá, og hefur ekki mælst meira í tæp fjögur ár, eða frá því fyrir hrun.

Um það bil 22 prósent styðja Samfylkinguna og tæp 15 prósent Framsóknarflokkin. Vinstri grænir eru í fjórða sæti með 13 og hálft prósent og hefur fylgi við flokkinn ekki mælst minna síðan í júlí árið 2007. Tvö prósent styðja Hreyfinguna.

15 prósent segjast myndu skila auðu eða ekki mæta á kjörstað og tíu prósent sögðust myndu kjósa eitthvað annað en í boði er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×