Innlent

Átján ára stúlka kærði nauðgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Átján ára gömul stúlka hefur lagt fram kæru vegna nauðgunar sem hún segir að hafi átt sér stað aðfararnótt föstudags fyrir viku. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann sagði að stúlkan hefði kært málið í gær. Að öðru leyti vildi hann ekki veita upplýsingar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×