Innlent

Forsætisráðherra þarf ekki að vera tekjuhæstur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra leggur frumvarpið fram.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra leggur frumvarpið fram.
Forsætisráðherra þarf ekki að vera tekjuhæsti starfsmaður ríkisins, samkvæmt nýju frumvarpi sem Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Þá verður tímabundin launalækkun þeirra sem heyra undir kjararáð numin úr gildi samkvæmt frumvarpinu.

Það var skömmu eftir bankahrun sem kjararáði var falið að lækka laun þeirra sem heyrðu undir kjararáðið, en ákvörðunin um að enginn sem heyrir undir kjararáð skyldi hafa hærri laun en forsætisráðherra var tekin skömmu eftir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir tók við.

Þeir sem heyra undir kjararáð eru forseti slands, alþingismenn, ráðherrar, hæstaréttardómarar og héraðsdómarar, auk forstjóra helstu ríkisstofnana. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×