Innlent

Sjúklingur um borð í einkaþotu fluttur til Reykjavíkur

Tveir sjúkrabílar fóru á Keflavíkurflugvöll fyrr í dag og sóttu veikan farþega.
Tveir sjúkrabílar fóru á Keflavíkurflugvöll fyrr í dag og sóttu veikan farþega. mynd/Páll Ketilsson
Tveir sjúkrabílar frá Brunavörnum Suðurnesja og lögreglubíll með lækni voru sendir að einkaþotu á Keflavíkurflugvelli fyrr í dag.

Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta en þar er haft eftir lögreglunni að veikindi hafi komið upp veikindi í þotunni á leið hennar yfir hafið. Einn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og svo áfram á Landspítalann í Reykjavík til frekari skoðunar.

Vefur Víkurfrétta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×