Innlent

Vilja auka útgjöld til heilbrigðismála

Höskuldur Kári Schram skrifar
Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að útgjöld til heilbrigðismála verði aukin um tæpan millljarð samkvæmt breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið. Þriðja og síðasta umræða um málið hefst á Alþingi í dag.

Deilt var um þrjú mál innan fjárlaganefndar fyrir þriðju og síðustu umræðu. Í fyrsta lagi útgjöld til heilbrigðismála, fangelsi á Hólmsheiði og aukin framlög til Fjármálaeftirlitsins.

Í breytingartillögum fjárlaganefndar er gert ráð fyrir því að útgjöld til heilbrigðismála verði aukin um níu hundruð og fjörutíu milljónir króna og að hundrað og fimmtíu milljónir verið settar í útboð á hönnun nýs fangelsis á Hólmsheiði í samræmi við tillögu innanríkisráðherra. Þá verða framlög til fjármálaeftirlitsins aukin um rúman hálfan milljarð.

Stjórnarandstaðan kallaði eftir því Alþingi í morgun að þriðju og síðustu umræðu verði frestað meðal annars til að þess efnahags- og viðskiptanefnd geti skilað umsögn um tekjuhlið fjárlaga. Samkvæmt dagskrá Alþingis á þriðju umræðu að ljúka í dag og til stendur að greiða atkvæða um frumvarpið á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×