Innlent

Mögulegt að Bláfjöll opni um helgina

Bláfjöll
Bláfjöll
„Það er möguleiki á að við getum opnað um helgina eða eftir helgina,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðis höfuðborgarsvæðisins. Það hefur snjóað nokkuð í Bláfjöllum síðustu daga og styttist óðum í að skíða- og brettaunnendur geti farið að renna sér.

Í nótt og í morgun snjóaði vel í fjöllunum og þá hefur einnig blásið vel í dag. Í gærkvöldi var enginn snjór efst í fjöllunum en í dag lítur allt betur, að sögn Magnúsar. Ekkert ætti að koma í veg fyrir að opnað verði um helgina, nema veðrið, en veðurspáin fyrir helgina er ekki góð.

Í fyrra opnuðu Bláfjöll í kringum 10. nóvember, og segir Magnús að það sé met því fjallið hafi aldrei opnað svo snemma áður. Það var opið meira og minna til 5. desember en var svo lokað þar til í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×