Vegagerðin bakkar ekki með Vestfjarðaveg Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2011 18:37 Vegagerðin hyggst ótrauð bjóða út endurbyggingu Vestfjarðavegar í næsta mánuði, með þverun tveggja fjarða, þrátt fyrir að Skipulagsstofnun telji verkið valda óbætanlegum skaða á landslagi. Samkvæmt drögum að samgönguáætlun á endurbygging Vestfjarðavegar á sunnaverðum Vestfjörðum, á 24 kílómetra kafla um Kjálkafjörð og Kerlingarfjörð, að verða stærsta verkið í vegagerð hérlendis næstu þrjú árin. Þarna liggur nú malarvegur um kjarrigróna eyðifirði, með kröppum beygjum og blindhæðum, fjórum einbreiðum brúm og snjóþungum köflum í fjarðarbotnum. Vegagerðin vill losna við veginn úr botnunum og ná fram átta kílómetra styttingu með því að þvera Kjálkafjörð og Mjóafjörð, inn af Kerlingarfirði, með uppfyllingum en nægilega löngum brúm til að tryggja eðlileg vatnaskipti milli flóðs og fjöru. Skipulagsstofnun hefur nú lýst því áliti sínu að þverun fjarðanna hafi verulega neikvæð áhrif á landslag og verndarsvæði Breiðafjarðar, mannvirkin verði áberandi og rýri gildi svæðisins. Mótvægisaðgerðir megni ekki að bæta fyrir skaða sem lagning vegar um Litlanes valdi á landslagi og loks er arnarhreiðrum talið ógnað. Varpstaðir arna eru sagðir verða sýnilegri vegfarendum en áður, það geti vakið forvitni vegfarenda og aukið umgang við hreiður. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að þetta álit Skipulagsstofnunar raski ekki þeim áformum að bjóða verkið út í janúar og að Vegagerðin muni halda sínu striki og sækja um framkvæmdaleyfi til Vesturbyggðar og Reykhólahrepps. Tengdar fréttir Telur skaða vegna nýs Vestfjarðavegar óbætanlegan Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna. 6. desember 2011 11:44 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Vegagerðin hyggst ótrauð bjóða út endurbyggingu Vestfjarðavegar í næsta mánuði, með þverun tveggja fjarða, þrátt fyrir að Skipulagsstofnun telji verkið valda óbætanlegum skaða á landslagi. Samkvæmt drögum að samgönguáætlun á endurbygging Vestfjarðavegar á sunnaverðum Vestfjörðum, á 24 kílómetra kafla um Kjálkafjörð og Kerlingarfjörð, að verða stærsta verkið í vegagerð hérlendis næstu þrjú árin. Þarna liggur nú malarvegur um kjarrigróna eyðifirði, með kröppum beygjum og blindhæðum, fjórum einbreiðum brúm og snjóþungum köflum í fjarðarbotnum. Vegagerðin vill losna við veginn úr botnunum og ná fram átta kílómetra styttingu með því að þvera Kjálkafjörð og Mjóafjörð, inn af Kerlingarfirði, með uppfyllingum en nægilega löngum brúm til að tryggja eðlileg vatnaskipti milli flóðs og fjöru. Skipulagsstofnun hefur nú lýst því áliti sínu að þverun fjarðanna hafi verulega neikvæð áhrif á landslag og verndarsvæði Breiðafjarðar, mannvirkin verði áberandi og rýri gildi svæðisins. Mótvægisaðgerðir megni ekki að bæta fyrir skaða sem lagning vegar um Litlanes valdi á landslagi og loks er arnarhreiðrum talið ógnað. Varpstaðir arna eru sagðir verða sýnilegri vegfarendum en áður, það geti vakið forvitni vegfarenda og aukið umgang við hreiður. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að þetta álit Skipulagsstofnunar raski ekki þeim áformum að bjóða verkið út í janúar og að Vegagerðin muni halda sínu striki og sækja um framkvæmdaleyfi til Vesturbyggðar og Reykhólahrepps.
Tengdar fréttir Telur skaða vegna nýs Vestfjarðavegar óbætanlegan Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna. 6. desember 2011 11:44 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Telur skaða vegna nýs Vestfjarðavegar óbætanlegan Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna. 6. desember 2011 11:44