Innlent

Heilsíðuauglýsingar til stuðnings Jóni Bjarnasyni

Vel á annað hundrað manns úr röðum Vinstri grænna birta heilsíðuauglýsingu í dagblöðunum í morgun þar sem lýst er yfir eindregnum stuðningi við Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.

Í yfirskrift er fullyrt að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra geri þá kröfu að hann víki úr ríkisstjórninni. Þeir sem birta nöfn sín í auglýsingunni vænta þess hinsvegar að þingflokkur Vinstri grænna hafni þeirri kröfu Samfylkingarinnar og standi þétt að baki Jóni, eins og öðrum ráðherrum sinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×