Innlent

Landsbankinn innkallar brúsa - tappinn gætið losnað

Brúsarnir sem eru innkallaðir
Brúsarnir sem eru innkallaðir
Landsbankinn hefur af öryggisástæðum ákveðið að innkalla alla nýlega drykkjarbrúsa sem merktir eru Sprota. Komið hefur í ljós að tappi brúsans getur losnað og það gæti valdið börnum hættu. Um er að ræða litla brúsa í fimm mismunandi litum með svörtum tappa.

Á heimasíðu Landsbankans segir að drykkjarbrúsarnir hafi nú þegar verið teknir úr umferð í útibúum bankans. „Þá verður send tilkynning til viðskiptavina bankans og forráðamanna barna í viðskiptum, þar sem beðist er velvirðingar á þeim óþægindum er þetta kann að valda og þess óskað að viðskiptavinir fargi brúsum eða skili þeim í næsta útibú. Sömuleiðis verður stofnunum sem fara með neytendaöryggi og öryggi barna gert viðvart,“ segir á heimasíðunni.

Bankanum barst ábending frá viðskiptavini bankans síðadegis í gær og var því strax farið í það í dag að innkalla brúsana. Landsbankinn þakkar viðskiptavininum kærlega fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×