Innlent

Jólabjórinn flæðir ofan í landsmenn - 206 þúsund lítrar seldir

Sala á jólabjór hefur farið einstaklega vel af stað þetta árið og samkvæmt upplýsingum frá Vínbúðinni hafa nú þegar verið seldir um 206 þúsund lítrar. Athygli vekur að hlutdeild Tuborg jólabjórs eru ríflega 80 þúsund lítrar, eða meira en þriðjungur allrar sölu.

Í tilkynningu Vínbúðarinnar að salan í ár hafi hafist tveimur dögum fyrr en á síðasta ári, eða þann 15. nóvember og það gefi ögn skekkta mynd af heildarsölu í samanburði við síðusta ár, en þá hófst sala ekki fyrr en 18. dag nóvembermánaðar.

Alls nam sala á jólbjór 330 þúsund lítrum árið 2010, sem var margfalt meiri sala en árið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×