Innlent

Ljósin tendruð í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ljósin á Oslóartrénu eru tendruð á hverju ári.
Ljósin á Oslóartrénu eru tendruð á hverju ári. mynd/ stefán.
Ljósin verða tendruð við hátíðlega athöfn á Oslóartrénu í dag. Sextíu ár eru liðin síðan íbúar Oslóar færðu Reykvíkingum fyrsta grenitréð að gjöf en tréð hefur ævinlega hefur verið sett upp á Austurvelli. Í mörg ár hefur verið til siðs að borgarbúar haldi upp á þessa vinargjöf fyrsta sunnudag í aðventu með bæði hátíðlegum söng og skemmtilegum uppákomum og á þessu afmælisári verður engin undantekning gerð þar á.  

Það er Toril Berge, formaður borgarstjórnarflokks Venstre í Osló, sem færa mun borgarstjóra vorum Jóni Gnarr og Reykvíkingum  tréð að gjöf og verður það hin 8 ára gamla norsk-íslenska Sara Lilja Ingólfsdóttir Haug sem fær þann heiður að tendra ljósin á trénu.

Hátíðin hefst um klukkan hálffjögur á Austurvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×