Innlent

Mál Vítisengils fyrir héraðsdóm á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Leif Ivar Kristiansen var stöðvaður við komuna til Íslands.
Leif Ivar Kristiansen var stöðvaður við komuna til Íslands.
Mál Leif Ivar Kristiansen, leiðtoga Vítisengla í Noregi, verður flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun, samkvæmt dagskrá dómsins. Leif Ivar var stöðvaður við komuna til Íslands þann áttunda febrúar í fyrra. Hann gisti fangageymslur í Reykjanesbæ yfir eina nótt og var svo sendur með flugvél til Noregs. Morten Furuholmen, lögmaður Leifs Ivars, var með honum í för þegar hann kom til landsins en hann fékk inngöngu í landið.

Ákvörðun um brottvísunina var tekin af Útlendingastofnun. Leif Ivar kærði þá ákvörðun til viðkomandi ráðuneytis, sem þá hét dómsmálaráðuneytið, en ákvörðun Útlendingastofnunar var staðfest. Leif Ivar ákvað því að stefna íslenskum stjórnvöldum fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur.

Leif Ivar var í maí á þessu ári dæmdur til fangelsisvistar í 4 ár og 9 mánuði í Noregi, samkvæmt frétt Aftenposten. Hann var dæmdur fyrir fíkniefnabrot og rán. Hann neitaði sök við réttarhöldin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×