Innlent

Kallaði eftir aðstoð vegna fótbrots

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út til að aðstoða erlendan ferðamann í Reykjadal á Hellisheiði fyrir stundu. Sá hringdi inn til Neyðarlínu og óskaði eftir aðstoð. Hann telur sig vera fótbrotinn. Björgunarsveitir frá Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi eru á leið á staðinn en reynist ástand hans rétt þarf að bera viðkomandi langa leið. Til þess þarf á bilinu 10 - 20 björgunarsveitarmenn enda aðstæður þannig að hált er á svæðinu.

Um helgina hefur verið töluvert um að björgunarsveitir hafi farið til aðstoðar ferðalöngum sem fest hafa bíla sína. Slíkt gerðist á Víðidalsheiði, við Eyrarbakka, í Sauðhúsaskógi og víðar. Slysavarnafélagið Landsbjörg vill beina því til ferðalanga að nú fer sú tíð í hönd að veður eru rysjótt og því er nauðsynlegt að undirbúa sig vel og vera vel útbúinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×