Innlent

Leppalúði prýðir Oslóartréð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tréð er fallega skreytt, nú sem endranær.
Tréð er fallega skreytt, nú sem endranær. mynd/ valli.
Ljósin á Oslóartrénu voru tendruð fyrr í dag að viðstöddu fjölmenni. Auk ljósanna á trénu prýðir Leppalúði, jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, tréð. Leppalúði er sjötti óróinn í jólasveinaseríu Styrktarfélagsins en fyrri óróar félagsins hafa prýtt tréð síðustu ár.

Það var Jón Gnarr borgarstjóri sem tók við Óslóartrénu fyrir hönd Reykvíkinga úr hendi Dag Wernø Holter og Toril Berg, formanns Venstre-flokksins í borgarstjórn Oslóar. Leikarinn ástsæli Gunnar Eyjólfsson flutti svo kvæðið um Leppalúða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×