Innlent

Helmingur grunnskólakennara telur mikilvægt a börn sæki heimaskólann

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Aðeins helmingur grunnskólakennara telur mikilvægt að öll börn, óháð fötlun, heilsufari eða íslenskukunnáttu sæki nám í sínum heimaskóla. Þrátt fyrir að nemendur með sérþarfir eigi rétt á að vera í almennum skólum.

Þetta kemur fram í viðamikilli rannsókn á starfsháttum grunnskólanna. Kennarar, stjórnendur skólanna og aðrir voru spurðir hversu mikilvægt þeim þætti að öll börn geti verið í sínum heimaskóla óháð fötlun, heilsufari eða íslenskukunnáttu. En í lögum um grunnskóla er kveðið á um að nemendur með sérþarfir eigi að geta gengið í almenna grunnskóla.

Þannig telur aðeins helmingur grunnskólakennara það mjög eða frekar mikilvægt að öll börn geti gengið í sinn heimaskóla. 65% sérkennara eru á sama máli um og 70% deildarstjóra. Hins vegar telur nokkuð hátt hlutfall skólastjórnenda það mikilvægt eða 74% en 65% foreldra.

Anna Kristín Sigurðardóttir, lektor við Háskóla Íslands, segir að skoða þurfi niðurstöðurnar betur en ekkert sé hægt að segja til um það nú hvað skýri þetta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×