Innlent

Fann til í baki og fæti

JHH skrifar
Björgunarsveitamenn aðstoðuðu manninn.
Björgunarsveitamenn aðstoðuðu manninn.
Erlendi ferðamaðurinn sem slasaði sig í Reykjadal fyrr í dag komst í hendur sjúkraflutningamanna núna rétt um sjöleytið. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er ekki ljóst hverjir áverkar hans voru en hann fann til í baki og fæti og þótti réttara að flytja hann með gát.

Maðurinn var dreginn niður Reykjadalinn niður að bílastæðinu rétt utan við Hveragerði. Nokkurn fjölda björgunarmanna þurfti til verkefnisins en auk sveita af Suðurlandi aðstoðuðu sveitir af höfuðborgarsvæðinu við flutninginn sem tók alls hátt í þrjár klukkustundir en gekk samt vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×