Innlent

LÍÚ gerir margar athugasemdir við frumvarp Jóns Bjarnasonar

Of stuttur samningstími, óskýr ákvæði um framlengingu samningstíma, tillögur um að allt of stór hluti heildarkvótans verði tekinn út úr kvótakerfinu og notaður til pólitískra úthlutana og yfirvofandi ofurskattlagning.

Þetta eru meðal þeirra atriða sem Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna gerir athugasemdir við í drögum að nýju frumvarpi um stjórn fiskveiða.

Með pólitískum úthlutunum á hann við byggðakvóta, strandveiðar og línuívilnanir. Hann segir að óbreyttu muni þetta hafa lamandi áhrif á sjávarútvegsfyrirtæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×