Innlent

Starfsmaður sakaður um að taka myndir á farsíma í kvennaklefa

Maðurinn var starfsmaður í sundlauginni í Varmahlíð.
Maðurinn var starfsmaður í sundlauginni í Varmahlíð. mynd/vilhelm
Rannsóknadeild lögreglunnar á Akureyri rannsakar nú kæru á hendur starfsmanni sundlaugarinnar í Varmahlíð í Skagafirði, sem er gefið að sök að hafa tekið myndir í kvennaklefa sundlaugarinnar með földum farsíma.

Málið var kært fyrir um tveimur vikum samkvæmt heimildum fréttastofu en eftir að lögreglan á Sauðárkróki hafði tekið skýrslu á manninum var það sent til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri.

Á fréttavefnum Feyki segir að búið sé að víkja manninum úr starfi, en að fyrstu viðbrögð við málinu hafi vakið hörð viðbrögð íbúa svæðisns.

Meðal annars vegna þess að málið var ekki kært strax heldur hafi verið reynt að leysa það innanhúss, eða jafnvel þagga það niður. Á Feyki segir jafnframt að íbúar hafi ekki sætt sig við þau málalok og þrýstu á að málið yrði kært til lögreglu.

Fréttavefurinn Feykir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×