Innlent

Norska Vítisenglinum verður vísað úr landi

Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og voru þrír fulltrúar frá Vítisenglum á Íslandi viðstaddir, þar á meðal Einar Marteinsson,  leiðtogi þeirra hér á landi.
Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og voru þrír fulltrúar frá Vítisenglum á Íslandi viðstaddir, þar á meðal Einar Marteinsson, leiðtogi þeirra hér á landi. mynd/GVA
Norskur Vítisengill, sem lögreglan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði við komuna hingað til lands í gærkvöldi til að vera viðstaddur aðalmeðferð í máli hans gegn íslenska ríkinu, fékk ekki að fara inn í landið og verður sendur aftur til Noregs við fyrsta tækifæri, að sögn lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Tildrög þessa eru að þegar hann og annar félagi úr vítisenglum komu hingað til lands í hitteðfyrra, voru þeir stöðvaðir og vísað til baka. Í mótmælaskyni höfðuðu þeir mál á hendur íslenska ríkinu þar sem þeir töldu brottvísunina ólöglega, og hófst málflultningur í því máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Hann ætlaði að vera viðstaddur, en fékk það ekki, eins og áður sagði, og hinn félagi hans, sem líka ætlaði að vera viðstaddur, átti ekki heimangengt frá Noregi, þar sem hann situr á bak við lás og slá þar í landi, eftir því sem fréttastofan kemst næst.

Eftir sem áður fór aðalmeðferðin fram að viðstöddum meðal annars, þremur fulltrúum Vítisengla á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×