Innlent

Sigmundur Davíð vill kosningar - opinn fyrir myndun þjóðstjórnar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Formaður framsóknarflokksins segir það réttast að ríkisstjórnin boði til nýrra kosninga. Framsóknarflokkurinn myndi ekki verja minnihlutastjórn falli en er opinn fyrir hugmyndum um myndun þjóðstjórnar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður framsóknarflokksins, segir það ljóst að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sé engin eðlileg ríkisstjórn.

„Já ef þetta væri eðlileg ríkisstjórn þá væru þetta síðustu dagar hennar. Við höfum séð áður að hún hefur farið í gegnum ótrúlegustu hlúti bara á því að vilja sitja áfram. En hvernig hvernig forsætisráðherra talaði um landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hlýtur að vera einsdæmi. Ég man allavega ekki eftir því að forsætisráðherra tali svona um ráðherra í ríkisstjórn," segir Sigmundur Davíð.

Hann segir það hljóta hafa einhverjar afleiðingar. Vinstri grænir verði nú að velja á milli Jóns Bjarnasonar eða ríkisstjórnarsamstarfsins.

„Það má segja að forsætiráðherra hafi gert tilraun til að reka ráðherra miðað við hvernig hún talaði í fjölmiðlum í gær. Hvort hún fær stuðning um það í þingflokki Vinstri grænna, með hverjum Vinstri grænir taka afstöðu, sínum ráðherra eða forsætiráðherra, er ég ekki tilbúinn að spá fyrir um," segir hann.

Sigmundur segir að réttast væri að boða til nýrra kosninga. Framsóknarflokkurinn sé ekki reiðubúinn að verja minnihlutastjórn falli.

„Ég geri ekki ráð fyrir því, það sem ég hef opnað og held opnu áðan, er að mynda þjóðstjórn ef hún er með róttækar aðgerðir um stöðu heimilana,“ segir Sigmundur Davíð að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×