Innlent

Skólasókn minnst meðal innflytjenda

Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar
Jibbí - mikil gleði hjá nýstúdentum.
Jibbí - mikil gleði hjá nýstúdentum. mynd úr safni
Skólasókn er mest meðal einstaklinga sem fæddir eru erlendis af íslenskum foreldrum en minnst meðal innflytjenda.

Þetta kemur fram í nýrri úttekt Hagstofunnar úr skrám yfir nemendur í framhaldsskólum og háskólum. Fjallað var um nemendur sem fæddir eru árin 1988 til 1994 og flokkað eftir uppruna samkvæmt innflytjendagrunni Hagstofunnar.

Um níutíu og fjögur prósent 16 ára landsmanna eru skráðir í framhaldsskóla. Hlutfallslega sækja flestir skóla úr hópi einstaklinga sem eru fæddir erlendis en eiga íslenska foreldra eða tæp 96 prósent. Tæplega níutíu prósent þeirra sem eiga annað foreldri af erlendum uppruna eru í skóla 16 ára gamlir. En sins vegar einungis um 75 prósent innflytjenda. Til innflytjenda teljast einstaklingar sem eru fæddir erlendis og eiga báða foreldra af erlendum uppruna.

Skólasókn lækkar með aldri,  þannig sækja 78 prósent þessarra árganga skóla við 18 ára aldur og aftur eru innflytjendur fæstir eða einungis rúm 50 prósent og hefur kvarnast mest úr þeirra hópi frá 16 ára aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×