Innlent

Stór flutningabíll valt í Bakkaselsbrekku

Ökumaður á stórum flutningabíl var hætt kominn þegar hann missti stjórn á bílnum í vonsku veðri í Bakkaselsbrekku á Öxnadalsheiði um eitt leitið í nótt.

Svo vel vildi til að bíllin fór út af veginum fjallsmegin og valt upp í hlíðina. Öðrum kosti hefði hann oltið niður mikinn og langan bratta með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Ökumaðurinn hékk fyrst í öryggisbeltinu, en þegar hann náði að losa sig , komst hann ekki út úr bílnum og þurftu björgunarmenn að brjóta framrúðuna til að ná honum út. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri, en reyndist ekki alvarlega slasaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×