Innlent

Meintir brennuvargar mættu í dómsal

Úr dómsal í morgun, ungmennin sitja fyrir aftan verjendur sína.
Úr dómsal í morgun, ungmennin sitja fyrir aftan verjendur sína.
Aðalmeðferð í máli fjögurra ungmenna, sem grunuð eru um að hafa brennt Krýsuvíkurkirkju til grunna aðfaranótt 2. janúar í fyrra, hófst í morgun. Öll fjögur mættu í dómsal í morgun.

Samkvæmt ákæru helltu ungmennin, tveir menn fæddir 1990 og tvær stúlkur fæddar 1993, bensíni yfir innviði kirkjunnar og báru eld að. Kirkjan hafði verið friðuð í tuttugu ár og gereyðilagðist í brunanum.

Fjórmenningarnir eru einnig ákærðir fyrir þjófnað, en í safnaðarbauknum sem þeim er gefið að sök að hafa stolið, var 4.000 krónur.

Krýsuvíkurkirkja var smíðuð 1857 og var ein minnsta kirkja landsins. Hún tilheyrði húsasafni Þjóðminjasafns Íslands, og gerir safnið skaðabótakröfu á hendur sakborningunum upp á um 8,7 milljónir króna.

Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfirði, hét því að kirkjan myndi rísa á ný, „með blessun Guðs og hjálp góðra manna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×