Innlent

Meintum nauðgurum sleppt úr haldi

Mönnunum hefur verið sleppt úr haldi. Málið er enn í rannsókn lögreglu.
Mönnunum hefur verið sleppt úr haldi. Málið er enn í rannsókn lögreglu.
Tveir menn, um og yfir þrítugt, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu en þeir voru handteknir síðdegis á sunnudag grunaðir um að hafa nauðgað nítján ára stúlku í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan var kvödd að húsnæðinu aðfaranótt sunnudagsins og í Fréttablaðinu í dag segir að þar hafi mennirnir verið ásamt stúlkunni. Þeir voru handteknir og gistu fangageymslur en stúlkan fór á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis.

Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu í morgun að mönnunum hafi verið sleppt eftir skýrslutöku síðdegis í gær.

Málið er enn í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×