Innlent

Fór í meðferð og háskóla eftir að kíló af hassi fannst í bílnum

Hassmoli
Hassmoli
Karlmaður um þrítugt var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjúár, fyrir fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. Í júní á síðasta ári stöðvaði lögregla manninn er hann ók bíl sínum í Reykjavík. Hann var próflaus og fundu lögreglumenn tæpt kíló af hassi í rauðum plastpoka á gólfinu farþegamegin. Þá fundust einnig 87 kannabis plöntur, ásamt marijúana og kannabislaufum, í íbúð sem var á hans vegum í Kópavogi, sama dag.

Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi en hann hefur frá árinu 2001 hefur honum verið gerð refsing sex sinnum fyrir fíkniefnalagabrot. Dómari leit til þess, við ákvörðun refsingar, að maðurinn hafi tekið sig á eftir að hann framdi brot sín. Hann hafi farið í meðferð og sýnt einlægan vilja til að breytast en hann hefur verið án vímuefna í 14 mánuði. Þá stundi hann einnig nám í háskólanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×