Innlent

Meðlimur í Outlaws í gæsluvarðhald vegna skotárásar

Mynd af skotunum sem lögreglan hefur lagt hald á síðustu daga og vikur.
Mynd af skotunum sem lögreglan hefur lagt hald á síðustu daga og vikur. mynd/Anton Brink
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær þrjá einstaklinga í tengslum við rannsókn á skotárás í Bryggjuhverfinu nýlega.

Tveimur hefur nú verið sleppt en karlmaður fæddur árið 1980 var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar í dag. Lögregla segir manninn vera meðlim í vélhjólasamtökunum Outlaws og eigi langan afbrotaferil að baki. Nú hafa tveir við úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins og annar maður hafið afplánun á öðrum dómi.

Síðustu vikur hefur lögreglan lagt hald á mikið magn af vopnum í tenglsum við málið og hefur farið í nokkrar húsleitir. Í þeim hefur fundist talsvert af fíkniefnum og einnig mikið af vopnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×