Innlent

Stal úr búðarkassa - skilaði þýfinu 60 árum síðar með vöxtum

Maðurinn stal peningnum úr verslun í Seattle á fimmta áratug síðustu aldar.
Maðurinn stal peningnum úr verslun í Seattle á fimmta áratug síðustu aldar.
Aldraður búðarþjófur með meiriháttar samviskubit kom inn í smávöruverslunina Sears í Seattle í Bandaríkjunum á dögunum. Þar afhenti hann umslag stílað á verslunarstjórann og yfirgaf svo búðina. Í umslaginu var að finna hundrað dollara seðil og miða.

Á miðanum stóð að maðurinn hefði hnuplað 20-30 dollurum úr búðarkassa verslunarinnar á fimmta áratug síðustu aldar. Hann hafi viljað endurgreiða féð sem hann tók ófrjálsri hendi, með vöxtum.

Í samtali við AP fréttastofuna segir verslunarstjórinn að líklega hafi þjófurinn burðast með samviskubitið í um 60 ár.

Öryggismyndavélar náðu manninum á mynd en verslunarstjórinn segir engann kannast við hann og að upptökurnar verði ekki gerðar opinberar.

Verslunin ætlar að leggja féð til hliðar og nota það til þess að styrkja þurfandi fjölskyldur um jólahátíðarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×