Innlent

Kennari fékk 1600 þúsund í bætur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Múli Jónasson er bæjarstjóri á Akranesi.
Árni Múli Jónasson er bæjarstjóri á Akranesi.
Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að greiða fyrrverandi kennara við Brekkubæjarskóla 1600 þúsund krónur í bætur vegna ráðningar í kennarastarf við skólann.

Kennarinn var lausráðinn við skólann en sótti um fastráðningu þegar starf var auglýst laust til umsóknar. Kennarinn var ekki fastráðinn í starfið. Kennarinn kærði málið til menntamálaráðuneytisins á þeirri forsendu að skólastjórinn hafði útilokað sig í starfið áður en ráðningarferlinu var lokið. Menntamálaráðuneytið féllst á málatilbúnað kennarans og úrskurðaði að ranglega hefði verið staðið að ráðningunni.

„Við ákváðum að una þessari niðurstöðu, þó að sjálfu sér hafi verið lögfræðileg rök fyrir því að láta þetta reyna fyrir dómstólum," segir Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri á Akranesi. Lögmaður kennarans krafðist svo bóta sem byggðar voru á þeim launum sem kennarinn hefði getað fengið í starfi sínu. „Við ákváðum að loka málinu með því að gera samning við hana um tilteknar greiðslur," segir Árni Múli. Hann segir að greiðslurnar hafi verið ákveðnar í samræmi við niðurstöðu ráðuneytisins.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.