Innlent

Saga af barnaníðingi á Akureyri virðist uppspuni frá rótum

Nokkrir vefmiðlar greindu frá því í gær að á Akureyri hefðist nú við þekktur barnaníðingur. Viðvaranir þessa efnis hófust á vefnum og vöktu athygli enda var fullyrt að viðkomandi hefði meðal annars sést við skóla í bænum. Að sögn lögreglunnar á Akureyri virðist sagan hinsvegar vera uppspuni frá rótum.

Frá þessu er greint á fréttavef N4 á Akureyri. Þar segir að lögreglumenn í bænum séu nú farnir að kall söguna „Lúkasarsyndrome" en það kalla þeir mál sem reynast uppspuni frá rótum. Uppruna þeirrar nafngiftar má rekja til hundsins Lúkasar sem um tíma var talinn hafa verið drepinn í bænum. Skömmu síðar, en eftir mikið fjaðrafok, kom í ljós að hundurinn var á lífi.

Á fréttavefnum er haft eftir lögreglunni að málið hafi verið kannað og var meðal annars farið heim til mannsins sem talinn var hafa skotið skjólshúsi yfirmanninn. „Sá hinn sami sagði lögreglunni hins vegar að hann hefði aldrei talað við, né séð umræddan barnaníðing og sagðist miður sín yfir því að hann væri bendlaður við málið. Lögreglan fann engin ummerki um veru barnaníðingsins á heimilinu."

Þá hafi einnig borist fregnir frá Reykjavík þess efnis að umræddur maður væri staddur í höfuðborginni. „Lögreglan gat hins vegar ekki alfarið útilokað að maðurinn hafi verið eða sé enn í bænum,“ segir ennfremur á vefsíðu N4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×