Lífið

Rússar vilja Auði Övu

Auður Ava Ólafsdóttir.
Auður Ava Ólafsdóttir.
Tvö rússnesk leikhús hafa sýnt áhuga á því að taka leikrit Auðar Övu Ólafsdóttur, Svartur hundur prestsins, til sýninga. Leikritið er nú á fjölum Þjóðleikhússins og munu áhrifamenn í rússnesku leikhúslífi hafa hrifist af sýningunni.

Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri, sem er nýkomin frá Moskvu, segir tvö leikhús, Vakhtangov og Sovremennik, hafa staðfest áhuga á verkinu en ekki er ljóst hvort þeirra tekur verkið til sýningar.

"Málið er komið í farveg í samráði við höfundinn. Verið er að þýða leikritið á ensku og svo verður það þýtt á rússnesku," segir Tinna og bætir við að áhugi Rússa á verkinu sé ánægjulegur og óvæntur heiður, mikil leikhúsmenning sé í Rússlandi og yfir 400 leikhús bara í Moskvu. -sbt






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.