Lífið

Vann þann stóra í Bylgjubingóinu

Bylgjubingó leikurinn sem útvarpsstöðin Bylgjan stóð fyrir í október heppnaðist ótrúlega vel og

skráðu hvorki meira né minna en 44 þúsund hlustenda sig í leikinn.

Það var á endanum Sigrún Edda Lövdal sem fékk alla Bingóstafina á sitt spjald í lokaleiknum ásamt tveimur öðrum. Sérstök Bingótölva birti hana efst á listanum og þess vegna var hringt í hana. Sigrúnu til happs svaraði hún í símann á réttan hátt, „Bylgjubingó!“ og fékk hún því vinninginn.

Nokkrum dögum síðar afhentu Sigga Lund og Jóhann Örn Sigrúnu vinninginn; 100 þúsund króna úttekt mánaðarlega í heilt ár frá Krónunni, bíl frá AVIS til frírra afnota í heilt ár, bensín á bílinn frá Orkunni og 500 þúsund króna gjafabréf frá ILVA Korputorgi.

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá þegar Sigrúnu var afhentur vinningurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.