Vill forðast að löggan skipti sér af hópum sem berjast í grasótarstarfi 24. október 2011 11:56 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hitti í síðustu viku, Daniel Green, breskan ráðherra sem er með landamæravörslu og skipulagða glæpastarfsemi. Mál Mark Kennedys, flugumanns á vegum bresku lögreglunnar, bar á góma, en Kennedy tók þátt í mótmælum við Kárahnjúka. „Innanríkisráðherra skýrði frá því hvernig íslensk stjórnvöld vildu aðgreina eftirlit með skipulagðri glæpastarfsemi annars vegar og andófi sem ætti sér pólitískar og þar með lýðræðislegar rætur hins vegar,“ segir í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu. „Í því samhengi væri mikilvægt að forðast að lögregla hefði afskipti af hópum sem berðust í margvíslegu grasótarstarfi og væri slæmt til þess að vita að lögregluyfirvöld í Evrópu hefðu grafið um sig í slíku starfi eins og upplýst hefði verið í fjölmiðlum. Þá var rætt um landamæravörslu og stöðu innflytjendamála. Fram kom að Bretar hafa engin áform uppi um aðkomu að Schengen samstarfinu.“ Þá er þess getið að Ögmundur átti einnig fundi með þeim þingmönnum í breska þinginu sem sérstaklega hafa lagt sig eftir góðu samstarfi við Ísland. Þetta eru þau Fabian Hamilton, Austin Mitchell, Megg Munn, Angus MacNeil og Andrew Rosindell sem, að Andrew undanskildum, komu hingað til lands síðastliðið sumar til viðræðna við íslenska ráðherra og þingmenn. Þá ræddi Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra við aðra þingmenn sem gegna lykilstöðum og hafa með höndum stefnumótun. „Þetta voru afar gagnlegar og fróðlegar viðræður. Ég mætti engu öðru en mikilli vinsemd gagnvart Íslandi og Íslendingum. Mér virðist Bretum vera umhugað að skapa gott andrúmsloft á milli þjóðanna og var ég með heimsókn minni að þiggja boð sem staðið hefur frá því bresku þingmennirnir komu hingað í sumar til viðræðna við okkur. Ég á von á áþekkri heimsókn frá breskum þingmönnum að nýju á komandi ári. Þess má einnig geta að í þessari heimsókn notaði ég tækifærið og ræddi við fulltrúa úr atvinnulífinu sem sérhæfa sig í verkefnum á sviði endurnýjanlegra orkugjafa." Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hitti í síðustu viku, Daniel Green, breskan ráðherra sem er með landamæravörslu og skipulagða glæpastarfsemi. Mál Mark Kennedys, flugumanns á vegum bresku lögreglunnar, bar á góma, en Kennedy tók þátt í mótmælum við Kárahnjúka. „Innanríkisráðherra skýrði frá því hvernig íslensk stjórnvöld vildu aðgreina eftirlit með skipulagðri glæpastarfsemi annars vegar og andófi sem ætti sér pólitískar og þar með lýðræðislegar rætur hins vegar,“ segir í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu. „Í því samhengi væri mikilvægt að forðast að lögregla hefði afskipti af hópum sem berðust í margvíslegu grasótarstarfi og væri slæmt til þess að vita að lögregluyfirvöld í Evrópu hefðu grafið um sig í slíku starfi eins og upplýst hefði verið í fjölmiðlum. Þá var rætt um landamæravörslu og stöðu innflytjendamála. Fram kom að Bretar hafa engin áform uppi um aðkomu að Schengen samstarfinu.“ Þá er þess getið að Ögmundur átti einnig fundi með þeim þingmönnum í breska þinginu sem sérstaklega hafa lagt sig eftir góðu samstarfi við Ísland. Þetta eru þau Fabian Hamilton, Austin Mitchell, Megg Munn, Angus MacNeil og Andrew Rosindell sem, að Andrew undanskildum, komu hingað til lands síðastliðið sumar til viðræðna við íslenska ráðherra og þingmenn. Þá ræddi Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra við aðra þingmenn sem gegna lykilstöðum og hafa með höndum stefnumótun. „Þetta voru afar gagnlegar og fróðlegar viðræður. Ég mætti engu öðru en mikilli vinsemd gagnvart Íslandi og Íslendingum. Mér virðist Bretum vera umhugað að skapa gott andrúmsloft á milli þjóðanna og var ég með heimsókn minni að þiggja boð sem staðið hefur frá því bresku þingmennirnir komu hingað í sumar til viðræðna við okkur. Ég á von á áþekkri heimsókn frá breskum þingmönnum að nýju á komandi ári. Þess má einnig geta að í þessari heimsókn notaði ég tækifærið og ræddi við fulltrúa úr atvinnulífinu sem sérhæfa sig í verkefnum á sviði endurnýjanlegra orkugjafa."
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira