Óli Tynes látinn 27. október 2011 18:30 Óli Tynes fréttamaður er látinn, 66 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í morgun eftir baráttu við krabbamein, sem hann greindist með fyrir tíu mánuðum. Óli lætur eftir sig eiginkonu, tvo syni, fimm barnabörn og eitt langafabarn. Óli Tynes Jónsson, eins og hann var skírður, fæddist á Þorláksmessu 23. desember lýðveldisárið 1944. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sigtryggsson, læknir og tannlæknir, stofnandi og fyrsti prófessor og deildarforseti Tannlæknadeildar Háskóla Íslands, og Jórunn (Lóa) Tynes. Systkini Óla eru: Jón Örn, fæddur 1938, maki Guðrún Sigurlína Mjöll Guðbergsdóttir, þau eru búsett í Kanada. Ingvi Hrafn, fæddur 1942, maki Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir. Sigtryggur, fæddur 1947, maki Guðlaug Helga Konráðsdóttir, og Margrét, fædd 1955. Eftirlifandi eiginkona Óla er Vilborg Halldórsdóttir. Fyrri kona Óla var Sigurdís Eggertsdóttir Laxdal, sonur þeirra er Jón Gunnar, fæddur 1965, hann á þrjár dætur og eitt barnabarn. Sonur Óla og Guðnýjar Jónsdóttur er Jón Þór, fæddur 1974, og hann á tvö börn. Óli Tynes var sá starfsmaður fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis sem átti að baki lengstan starfsferil í blaðamennsku. Hann byrjaði á dagblaðinu Vísi fyrir 49 árum. Hann vakti landsathygli þegar þorskastríðsátök stóðu sem hæst 1976 með fréttum sem hann skrifaði um borð í varðskipum en einnig breskum freigátum þegar þær sigldu á íslensk varðskip. Hann vann einnig á Morgunblaðinu, Helgarpóstinum, Frjálsri verslun og fleiri tímaritum. Hann var um tíma í ferðaþjónustu, bæði hjá Arnarflugi og sem fararstjóri erlendis. Síðustu 20 ár starfaði hann lengst af á Stöð 2, Bylgjunni og fréttavefnum Vísi, einkum í erlendum fréttum. Það var eitt helsta einkennismerki hans að gæða fréttir kímni og glettni. Á dagblaðinu Vísi var hann upphafsmaður Sandkorns og það var hann sem byrjaði með Hafnarfjarðarbrandarana. Óli tók virkan þátt í félagsstörfum. Hann var meðal annars formaður froskmannafélagsins Syndasela, formaður Íslensk Ísraelska félagsins, formaður Starfsmannafélags Arnarflugs og sat í stjórn Sólheima. Hann lagði stund á júdó, skotfimi og bogfimi og var mikill göngugarpur. Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Óli Tynes fréttamaður er látinn, 66 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í morgun eftir baráttu við krabbamein, sem hann greindist með fyrir tíu mánuðum. Óli lætur eftir sig eiginkonu, tvo syni, fimm barnabörn og eitt langafabarn. Óli Tynes Jónsson, eins og hann var skírður, fæddist á Þorláksmessu 23. desember lýðveldisárið 1944. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sigtryggsson, læknir og tannlæknir, stofnandi og fyrsti prófessor og deildarforseti Tannlæknadeildar Háskóla Íslands, og Jórunn (Lóa) Tynes. Systkini Óla eru: Jón Örn, fæddur 1938, maki Guðrún Sigurlína Mjöll Guðbergsdóttir, þau eru búsett í Kanada. Ingvi Hrafn, fæddur 1942, maki Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir. Sigtryggur, fæddur 1947, maki Guðlaug Helga Konráðsdóttir, og Margrét, fædd 1955. Eftirlifandi eiginkona Óla er Vilborg Halldórsdóttir. Fyrri kona Óla var Sigurdís Eggertsdóttir Laxdal, sonur þeirra er Jón Gunnar, fæddur 1965, hann á þrjár dætur og eitt barnabarn. Sonur Óla og Guðnýjar Jónsdóttur er Jón Þór, fæddur 1974, og hann á tvö börn. Óli Tynes var sá starfsmaður fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis sem átti að baki lengstan starfsferil í blaðamennsku. Hann byrjaði á dagblaðinu Vísi fyrir 49 árum. Hann vakti landsathygli þegar þorskastríðsátök stóðu sem hæst 1976 með fréttum sem hann skrifaði um borð í varðskipum en einnig breskum freigátum þegar þær sigldu á íslensk varðskip. Hann vann einnig á Morgunblaðinu, Helgarpóstinum, Frjálsri verslun og fleiri tímaritum. Hann var um tíma í ferðaþjónustu, bæði hjá Arnarflugi og sem fararstjóri erlendis. Síðustu 20 ár starfaði hann lengst af á Stöð 2, Bylgjunni og fréttavefnum Vísi, einkum í erlendum fréttum. Það var eitt helsta einkennismerki hans að gæða fréttir kímni og glettni. Á dagblaðinu Vísi var hann upphafsmaður Sandkorns og það var hann sem byrjaði með Hafnarfjarðarbrandarana. Óli tók virkan þátt í félagsstörfum. Hann var meðal annars formaður froskmannafélagsins Syndasela, formaður Íslensk Ísraelska félagsins, formaður Starfsmannafélags Arnarflugs og sat í stjórn Sólheima. Hann lagði stund á júdó, skotfimi og bogfimi og var mikill göngugarpur.
Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira