Enski boltinn

Ferguson vildi ekki leyfa Welbeck að fara til Noregs

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var ekki til í að sleppa framherjanum Danny Welbeck til Osló þar sem enska U-21 árs liðið spilar í kvöld.

Stuart Pearce, þjálfari enska U-21 árs liðsins, hringdi í Ferguson eftir A-landsleik Englands og Svartfjallalands þar sem Welbeck lék aðeins í 13 mínútur.

Pearce er í erfiðum málum þar sem aðeins einn framherji er heill heilsu eftir leikinn gegn Íslandi.

"Ég ræddi við Alex og hann hafði áhyggjur af því að það yrði erfitt fyrir strákinn að ferðast fra´Svartfjallalandi til Englands og svo beint aftur til Osló. Ég skil það vel," sagði Pearce en Welbeck mun væntanlega spila með Man. Utd gegn Liverpool um næstu helgi.

Pearce vildi einnig fá Kyle Walker, leikmann Spurs, en Walker var ekki klár í að koma til móts við landsliðið þar sem unnusta hans á von á barni á hverri stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×