Enski boltinn

Sir Alex: Ég býst aldrei við því að Anderson skori með skalla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anderson skorar hér markið sitt í dag.
Anderson skorar hér markið sitt í dag. Mynd/AP
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður með 2-0 sigur á Norwich í ensku úrvalsdeildinni í dag en skoski stjórinn viðurkenndi að þetta hafi verið langt frá því að vera einn af bestu leikjum United-liðsins.

„Við erum búnir að ná frábærum árangri á heimavelli undanfarin tvö tímabil. Þetta var ekki góð frammistaða en við héldum alltaf áfram og náðum að klára þetta. Það er mikilvægur hæfileiki sem liðið mitt býr yfir," sagði Sir Alex Ferguson.

Ferguson viðurkenndi að United hefði auðveldlega getað lent undir í leiknum áður en Brasilíumaðurinn Anderson kom liðinu í 1-0 í seinni hálfleik.

„Ég býst aldrei við því að Anderson skori með skalla. Mér fannst við þurfa mann sem gat haldið boltanum upp á topp og Danny Welbeck gerði það eftir að hann kom inn á. Danny náði síðan að skora seinna markið," sagði Ferguson en hann var með Danann Anders Lindegaard í markinu í stað David De Gea.

„Þetta var gott tækifæri til að leyfa Anders að spila. Hann er fara til móts við landsliðið þar sem hann fær líklega ekki að spila en David mun hinsvegar spila tvo leiki með 21 árs landsliðinu," sagði Ferguson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×