Enski boltinn

Rooney vill fá fyrirliðabandið hjá bæði United og enska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Mynd/Nordic Photos/Getty
Wayne Rooney, framherji Manchester United, hefur sett stefnuna á það að verða bæði fyrirliði hjá Manchester United og enska landsliðinu í framtíðinni. Rooney er 25 ára gamall er nú orðinn einn af reynsluboltunum í liði United.

„Ég hef verið fyrirliði hjá báðum liðum í nokkur skipti en það yrði mikill heiður að fá að taka við fyrirliðabandinu hjá báðum liðunum," sagði Wayne Rooney.

„Við erum með fullt af ungum leikmönnum í æfingahópnum hjá Manchester United og ég geri mér fulla grein fyrir því að þeir eru að fylgjast með manni bæði á æfingum og í leikjum," sagði Rooney.

Wayne Rooney hefur spilað með United frá árinu 2004 og hefur alls leikið 72 landsleikir og skorað 28 landsliðsmörk fyrir England.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×