Enski boltinn

Lampard og Sturridge sáu um Bolton

Mynd/Nordic Photos/Getty
Chelsea valtaði yfir Bolton Wanderers, 5-1, í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór fram á Reebok-vellinum.

Það tók gestina aðeins 90 sekúndur að skora fyrsta mark leiksins, en þar var að verki Daniel Sturridge, fyrrum leikmaður Bolton.

Nokkrum mínútum síðar skoraði Frank Lamparf fínt mark eftir sendingu frá Daniel Sturridge. Sturridge skoraði síðan þriðja mark Chelsea á 25. mínútu.

Frank Lampard var síðan aftur á ferðinni tveim mínútum síðar þegar hann gerði annað mark sitt í leiknum. Staðan var því orðin 4-0 fyrir Chelsea og ekki hálftími liðin af leiknum, en staðan var þannig í hálfleik.

Grétar Rafn Steinsson, leikmaður Bolton, var tekinn útaf í hálfleik, en hann átti ekki sinn besta dag.

Strax í upphafi síðari hálfleiksins náðu heimamenn að minnka muninn þegar Dedryck Boyata skoraði eina mark liðsins í leiknum.

Frank Lampard fullkomnaði síðan þrennuna hálftíma fyrir leikslok en hann lék sinn besta leik á tímabilinu í dag. Daniel Sturridge átti einnig stórleik.

Hamfarir Bolton halda áfram en liðið vann fyrsta leikinn á tímabilinu og hefur síðan tapað öllum leikjum liðsins.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×