„Ég hefði ekki komið fram með þessar bækur ef hann væri enn á lífi“ Helga Arnardóttir skrifar 4. október 2011 20:20 Dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar, sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir sláandi að hafa lesið um hversu einmana faðir hennar var í gæsluvarðhaldinu. Í tvö ár hafi hann staðið einn í baráttunni við lögregluyfirvöld og fangaverði rúmlega tvítugur að aldri. Tilviljun ein hafi ráðið því að dagbækur hans komi fram nú. Tryggvi Rúnar skrifaði á annan tug dagbóka þegar hann sar í gæsluvarðhaldi í tvö ár í Síðumúlafangelsinu. Hann henti þeim ölllum fyrir nokkrum árum en þrjár þeirra urðu eftir hjá dóttur hans. Þær birtust opinberlega í fyrsta skipti í gær í Íslandi í dag í ítarlegri umfjöllun um Guðmundar-og Geirfinnsmálið. Og dagbækurnar hafa vakið viðbrögð því einn af fremstu réttarsálfræðingum í heimi, Gísli Guðjónsson telur tilefni til að hefja rannsókn á málinu að nýju. Kristín Anna dóttir Tryggva segist hafa varðveitt bækurnar vel og lengi. „Fyrir mér voru þetta bara dagbækurnar hans pabba og mjög persónulegar bækur sem ég hafði gaman af því að lesa. Oft erfitt, en seinna meir skemmtilegt og sérstaklega eftir að hann lést. Ég átti aldrei von á því að þetta yrðu mikilvæg gögn. Hann átti aldrei von á því að nokkur maður myndi sjá þessar bækur. Hann taldi þetta ekki vera gögn í þessu máli á einn eða annan hátt," segir Kristín Anna. Hann hafi aldrei vitað að hún væri búin að lesa bækurnar og hefði haldið eftir þremur þeirra. „Hann hefði ekki verið ánægður með það að ég hefði vitað hvernig hugarástandi sem hann var í á þessum tíma því það var ekki fallegt. Það er margt í þessum bókum sem er sláandi," segir hún. „Hvað hann var einmanna og hvað hann hafði engan. Það var enginn sem trúði honum, það var alveg sama hvað hann sagði, það virtist enginn vera að hlusta á það sem hann var að reyna að segja," segir hún. Kristín Anna segir tilviljun hafa ráðið því að ákveðið var að greina frá dagbókunum. „Ég veit að Ögmundur [Jónasson, innanríkisráðherra] breytir rétt og hann á eftir að setja af stað rannsóknarnefnd, ég trúi ekki öðru.“Finnst þér ekki skrýtið að hann sé ekki á lífi í dag svo hann sjái hvað er að gerast? „Jú að sjálfsögðu. Ég hefði ekki komið fram með þessar bækur ef hann væri enn á lífi. Þá hefði ég virt það sem hann vildi og ekki komið fram með þér. En ég er kannski að gera það í óþökk við hann og þá verð ég bara að eiga það við mig seinna,“ segir hún. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar, sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir sláandi að hafa lesið um hversu einmana faðir hennar var í gæsluvarðhaldinu. Í tvö ár hafi hann staðið einn í baráttunni við lögregluyfirvöld og fangaverði rúmlega tvítugur að aldri. Tilviljun ein hafi ráðið því að dagbækur hans komi fram nú. Tryggvi Rúnar skrifaði á annan tug dagbóka þegar hann sar í gæsluvarðhaldi í tvö ár í Síðumúlafangelsinu. Hann henti þeim ölllum fyrir nokkrum árum en þrjár þeirra urðu eftir hjá dóttur hans. Þær birtust opinberlega í fyrsta skipti í gær í Íslandi í dag í ítarlegri umfjöllun um Guðmundar-og Geirfinnsmálið. Og dagbækurnar hafa vakið viðbrögð því einn af fremstu réttarsálfræðingum í heimi, Gísli Guðjónsson telur tilefni til að hefja rannsókn á málinu að nýju. Kristín Anna dóttir Tryggva segist hafa varðveitt bækurnar vel og lengi. „Fyrir mér voru þetta bara dagbækurnar hans pabba og mjög persónulegar bækur sem ég hafði gaman af því að lesa. Oft erfitt, en seinna meir skemmtilegt og sérstaklega eftir að hann lést. Ég átti aldrei von á því að þetta yrðu mikilvæg gögn. Hann átti aldrei von á því að nokkur maður myndi sjá þessar bækur. Hann taldi þetta ekki vera gögn í þessu máli á einn eða annan hátt," segir Kristín Anna. Hann hafi aldrei vitað að hún væri búin að lesa bækurnar og hefði haldið eftir þremur þeirra. „Hann hefði ekki verið ánægður með það að ég hefði vitað hvernig hugarástandi sem hann var í á þessum tíma því það var ekki fallegt. Það er margt í þessum bókum sem er sláandi," segir hún. „Hvað hann var einmanna og hvað hann hafði engan. Það var enginn sem trúði honum, það var alveg sama hvað hann sagði, það virtist enginn vera að hlusta á það sem hann var að reyna að segja," segir hún. Kristín Anna segir tilviljun hafa ráðið því að ákveðið var að greina frá dagbókunum. „Ég veit að Ögmundur [Jónasson, innanríkisráðherra] breytir rétt og hann á eftir að setja af stað rannsóknarnefnd, ég trúi ekki öðru.“Finnst þér ekki skrýtið að hann sé ekki á lífi í dag svo hann sjái hvað er að gerast? „Jú að sjálfsögðu. Ég hefði ekki komið fram með þessar bækur ef hann væri enn á lífi. Þá hefði ég virt það sem hann vildi og ekki komið fram með þér. En ég er kannski að gera það í óþökk við hann og þá verð ég bara að eiga það við mig seinna,“ segir hún.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira