„Ég hefði ekki komið fram með þessar bækur ef hann væri enn á lífi“ Helga Arnardóttir skrifar 4. október 2011 20:20 Dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar, sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir sláandi að hafa lesið um hversu einmana faðir hennar var í gæsluvarðhaldinu. Í tvö ár hafi hann staðið einn í baráttunni við lögregluyfirvöld og fangaverði rúmlega tvítugur að aldri. Tilviljun ein hafi ráðið því að dagbækur hans komi fram nú. Tryggvi Rúnar skrifaði á annan tug dagbóka þegar hann sar í gæsluvarðhaldi í tvö ár í Síðumúlafangelsinu. Hann henti þeim ölllum fyrir nokkrum árum en þrjár þeirra urðu eftir hjá dóttur hans. Þær birtust opinberlega í fyrsta skipti í gær í Íslandi í dag í ítarlegri umfjöllun um Guðmundar-og Geirfinnsmálið. Og dagbækurnar hafa vakið viðbrögð því einn af fremstu réttarsálfræðingum í heimi, Gísli Guðjónsson telur tilefni til að hefja rannsókn á málinu að nýju. Kristín Anna dóttir Tryggva segist hafa varðveitt bækurnar vel og lengi. „Fyrir mér voru þetta bara dagbækurnar hans pabba og mjög persónulegar bækur sem ég hafði gaman af því að lesa. Oft erfitt, en seinna meir skemmtilegt og sérstaklega eftir að hann lést. Ég átti aldrei von á því að þetta yrðu mikilvæg gögn. Hann átti aldrei von á því að nokkur maður myndi sjá þessar bækur. Hann taldi þetta ekki vera gögn í þessu máli á einn eða annan hátt," segir Kristín Anna. Hann hafi aldrei vitað að hún væri búin að lesa bækurnar og hefði haldið eftir þremur þeirra. „Hann hefði ekki verið ánægður með það að ég hefði vitað hvernig hugarástandi sem hann var í á þessum tíma því það var ekki fallegt. Það er margt í þessum bókum sem er sláandi," segir hún. „Hvað hann var einmanna og hvað hann hafði engan. Það var enginn sem trúði honum, það var alveg sama hvað hann sagði, það virtist enginn vera að hlusta á það sem hann var að reyna að segja," segir hún. Kristín Anna segir tilviljun hafa ráðið því að ákveðið var að greina frá dagbókunum. „Ég veit að Ögmundur [Jónasson, innanríkisráðherra] breytir rétt og hann á eftir að setja af stað rannsóknarnefnd, ég trúi ekki öðru.“Finnst þér ekki skrýtið að hann sé ekki á lífi í dag svo hann sjái hvað er að gerast? „Jú að sjálfsögðu. Ég hefði ekki komið fram með þessar bækur ef hann væri enn á lífi. Þá hefði ég virt það sem hann vildi og ekki komið fram með þér. En ég er kannski að gera það í óþökk við hann og þá verð ég bara að eiga það við mig seinna,“ segir hún. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar, sakbornings í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir sláandi að hafa lesið um hversu einmana faðir hennar var í gæsluvarðhaldinu. Í tvö ár hafi hann staðið einn í baráttunni við lögregluyfirvöld og fangaverði rúmlega tvítugur að aldri. Tilviljun ein hafi ráðið því að dagbækur hans komi fram nú. Tryggvi Rúnar skrifaði á annan tug dagbóka þegar hann sar í gæsluvarðhaldi í tvö ár í Síðumúlafangelsinu. Hann henti þeim ölllum fyrir nokkrum árum en þrjár þeirra urðu eftir hjá dóttur hans. Þær birtust opinberlega í fyrsta skipti í gær í Íslandi í dag í ítarlegri umfjöllun um Guðmundar-og Geirfinnsmálið. Og dagbækurnar hafa vakið viðbrögð því einn af fremstu réttarsálfræðingum í heimi, Gísli Guðjónsson telur tilefni til að hefja rannsókn á málinu að nýju. Kristín Anna dóttir Tryggva segist hafa varðveitt bækurnar vel og lengi. „Fyrir mér voru þetta bara dagbækurnar hans pabba og mjög persónulegar bækur sem ég hafði gaman af því að lesa. Oft erfitt, en seinna meir skemmtilegt og sérstaklega eftir að hann lést. Ég átti aldrei von á því að þetta yrðu mikilvæg gögn. Hann átti aldrei von á því að nokkur maður myndi sjá þessar bækur. Hann taldi þetta ekki vera gögn í þessu máli á einn eða annan hátt," segir Kristín Anna. Hann hafi aldrei vitað að hún væri búin að lesa bækurnar og hefði haldið eftir þremur þeirra. „Hann hefði ekki verið ánægður með það að ég hefði vitað hvernig hugarástandi sem hann var í á þessum tíma því það var ekki fallegt. Það er margt í þessum bókum sem er sláandi," segir hún. „Hvað hann var einmanna og hvað hann hafði engan. Það var enginn sem trúði honum, það var alveg sama hvað hann sagði, það virtist enginn vera að hlusta á það sem hann var að reyna að segja," segir hún. Kristín Anna segir tilviljun hafa ráðið því að ákveðið var að greina frá dagbókunum. „Ég veit að Ögmundur [Jónasson, innanríkisráðherra] breytir rétt og hann á eftir að setja af stað rannsóknarnefnd, ég trúi ekki öðru.“Finnst þér ekki skrýtið að hann sé ekki á lífi í dag svo hann sjái hvað er að gerast? „Jú að sjálfsögðu. Ég hefði ekki komið fram með þessar bækur ef hann væri enn á lífi. Þá hefði ég virt það sem hann vildi og ekki komið fram með þér. En ég er kannski að gera það í óþökk við hann og þá verð ég bara að eiga það við mig seinna,“ segir hún.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira