Enski boltinn

Capello vill fá Gerrard sem fyrst aftur inn í enska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard kemur hér inn fyrir Luis Suarez.
Steven Gerrard kemur hér inn fyrir Luis Suarez. Mynd/Nordic Photos/Getty
Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, vill að Steven Gerrard komi sem fyrst aftur inn landsliðið en fyrirliði Liverpool er að koma aftur inn í Liverpool-liðið eftir langvinn meiðsli.

Steven Gerrard er búinn að vera frá í sex mánuði vegna nárameiðsla en miklar líkur er á því að hann taki þátt í grannaslagnum á móti Everton á Goodison Park á morgun.

Gerrard hefur aðeins spilað 23 mínútur frá því í mars eftir að hafa komið inn á sem varamaður í undaförnum tveimur leikjum.

Fabio Capello mætir á Goodison Park til að fylgjast með Gerrard en enska landsliðið getur tryggt sér sæti á EM í sumar í útileik á móti Svartfjallalandi í næstu viku.

Kenny Dalglish, stóri Liverpool, hefur biðlað til Capello um að vera skynsaman í hvernig hann notar Gerrard sem er að vinna sig í gegnum erfiðustu meiðslin sín á ferlinum.

Wayne Rooney hefur líka verið meiddur en Capello er talinn líklegur til að velja þá báða í landsliðshópinn sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×