Enski boltinn

Tom Hicks og George Gillett enn að kæra eigendur Liverpool

Hans Steinar Bjarnason skrifar
Tom Hicks (til hægri) og George Gillett.
Tom Hicks (til hægri) og George Gillett. Mynd/AFP
Draugur fyrrverandi eigenda Liverpool hangir enn yfir félaginu. Bandaríkjamennirnir Tom Hicks og George Gillett mættu til Liverpool borgar í gærkvöldi og lögðu fram kæru á hendur núverandi eigendum. Gillet og Hicks voru þvingaðir til að selja Liverpool að skipun dómstóla fyrir tæpu ári. Þeir kalla söluna sögulegt svindl og fara fram á hundruð milljóna punda í skaðabætur.

Þá lögsækja þeir einnig lánveitandann, Skotlandsbanka og þrjá fyrrverandi stjórnarmeðlimi Liverpool fyrir að þvinga sig til til að selja félagið langt undir markaðsvirði.

Þegar málið náði hámarki í október í fyrra féll grannaslagur Everton og Liverpool í skuggann af því. Það kann því að vera táknrænt að þessi grannalið mætast einmitt í ensku úrvalsdeildinni laust fyrir hádegi á morgun á Goodison Park.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×