Innlent

Hundruð ungmenna krefjast þess að Justin Bieber komi til landsins

Fimm til sexhundruð aðdáendur poppstjörnunnar Justin Bieber, ganga nú fylktu liði frá Hlemmi niður á Lækjartorg.

Forsvarsmenn göngunnar eru unglingsstúlkur á aldrinum 13 til 15 ára. Meðal þeirra er Þóra Silja Hallsdóttir.

Vísir tók viðtal við hana í miðri göngunni og átti fréttamaður í stökustu vandræðum með að heyra í henni fyrir fagnaðarlátum allt í kring.

„Þetta er alveg geðveikt!" hrópaði Þóra sem ásamt Lovísu Þóru, Guðrúnu Brynju, Anítu Rós Þorsteinsdóttur og Auði Ívarsdóttur, standa að Justin Bieber skrúðgöngunni.

Tilgangurinn er að biðla til goðsins um að koma til Íslands og syngja fyrir íslenska aðdáendur, sem engin vöntun er á miðað við mætingu.

Þóra sagði að myndir og myndbönd af göngunni yrðu send á Twitter og Facebook-síðu kappans í von um að hann bregðist við ákalli ungmennanna.

„Við vonum að hann komi!" hrópaði Þóra áður en hún hélt áfram að hrópa slagorð eins og „Við viljum Bieber!".

Nánar verður fjallað um framtakið í fréttum stöðvar 2 í kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×